Golfa.is er í fararbroddi með golffatnað fyrir konur. Með tísku, gæði og þægindi að leiðarljósi. Mér fannst vanta meira úrval á markaðinn fyrir íslenskar konur sem gera kröfur um vandaðan fatnað sem fylgir nýjustu tísku. Takmarkið var að bjóða öðruvísi fatnað en áður hefur verið boðið upp á.

Lagt er upp úr að vera með mikið úrval en í mjög litlu magni. Til þess að hver og ein golfdrottning njóti sín í golfdressi sem eftir er tekið því að flestar viljum við vera einstakar. Stærðir eru yfirleitt frá 2-18, amerísk númer. Mjög auðvelt er að finna sína stærð því stærðartöflur eru við hverja einustu vöru skv uppgefnum málum frá hverjum framleiðanda.

Í boði eru flott merki hönnuð af konum fyrir konur ásamt gæðagolfskóm úr mjúku eðalleðri frá Royal Albartross, en þeir eru handgerðir í takmörkuðu upplagi undir handleiðslu ítalskra og portúgalskra handverksmanna og kvenna.

Eitt mesta úrval landsins af golffatnaði fyrir konur er að finna í vefversluninni. Til þess að koma til móts við þarfir þeirra kvenna sem ekki treysta sér til að gera kaupin á netinu er boðið upp á stutta opnunartíma í húsnæði okkar.

Vinkonum og hópum býðst að koma í heimsókn og panta fyrir hópinn sinn samstæðan fatnað, í sumum tilfellum er um sérpantanir að ræða.

Ekki hika við að senda fyrirspurn um að koma á öðrum tímum en auglýstir eru á golfa@golfa.is

Ég vona að þú finnir flott golfdress fyrir þig hjá Golfa.is

Katrín Garðarsdóttir eigandi Golfa.is