Tilley
Tilley er eitt stærsta og vandaðasta útivistarmerki Kanada. Það var stofnað árið 1980 og var þá eingöngu að framleiða hatta til útivistar. Síðar bættist við útivistarfatnaður úr sjálfbærum efnum, svo sem ull og fleiri gæðaefnum.
Vorið 2023 kom á markaðinn stórglæsileg lúxusgolffatalína sem er hönnuð af Joe Mimram sem er stórt nafn í kanadíska tískubransanum. Golffatnaðurinn fellur vel að kröfum íslenskra kvenna sem vilja að útlit, gæði og þægindi spili saman.
Nafnið og lógóið vísar í náttúruna og útivist en fuglinn á merkinu er spörfugl sem gæti allt eins verið íslenskur.